Afmæliskylfingur dagsins: Charles Sifford – 2. júní 2012
Það er Charles Sifford sem er afmæliskylfingur dagsins. Charles Sifford fæddist í Charlotte, Norður-Karólínu 2. júní 1922 og á því 90 ára stórafmæli í dag!
Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs. Seinna keppti hann á golfmótum svartra þar sem svörtum var ekki heimiluð þátttaka á PGA. Hann reyndi fyrst að komast á PGA 1952 á Phoenix Open og notaði boð þáverandi heimsmeistara í boxi Joe Louis, en varð m.a. fyrir líflátshótunum vegna litarháttar síns og mátti þola allskyns kynþáttatengd meiðyrði þegar hann keppti í mótum upp frá því. Sifford sigraði 1957 Long Beach Open, sem var óopinbert PGA mót en þá styrkt af sambandinu. Hann komst loks á PGA 1961 og vann tvö mót á mótaröðinni og síðan eitt á PGA Seniors Championship 1975.
Sifford verður ævinlega minnst fyrir að vera baráttumaður fyrir jafnrétti og bættum hag blökkumanna. Baráttan var erfið og í viðtali sem ég las við Sifford ekki frá því að hann væri bitur. Hann hefir þó hlotið ýmsar vegtyllur og er vel að þeim kominn þ.á.m. inngöngu í frægðarhöll kylfinga 2004, fyrstur blökkumanna og heiðursdoktorsnafnbót frá St. Andrews, vöggu golfíþróttarinnar.
Það eru menn eins og Sifford sem eru ljósberar í svartnætti fordóma og fáfræði, illsku og ómannúð manneskjunnar og gerir líf okkar allra betra. Sifford er meira en framúrskarandi kylfingur – hann er sannkölluð hetja, goðsögn í lifanda lífi. Golf 1 hefir áður fjallað um blökkumenn í golfi, þ.á.m. Sifford, í nýlegri grein sem sjá má HÉR:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John H. Schlee, f. 2. júní 1939 – d. 2. júní 2000; Craig Robert Stadler, 2. júní 1953 (59 ára) … og …
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024