Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charlie Douglass – 14. mars 2014

Það er Charlie Douglass, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd í Stevenage á Englandi, 14. mars 1989 og því 25 ára í dag. Hún byrjaði í golfi 13 ára, en það var pabbi hennar, George, sem kynnti hana fyrir golfinu. Charlie er félagi í Brockett Hall golfklúbbnum í Englandi. Meðal áhugamála Charlie er að vera með vinum sínum, lestur góðra bóka, horfa á kvikmyndir og Tottenham FC.

Árið 2009, þá enn tvítugur áhugamaður sigraði Charlie á English Amateur Championship. Þann 26. nóvember 2010 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi og stuttu síðar komst hún í gegnum Q-school LET  og spilaði því 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2011. Besti árangur hennar á 1. keppnistímabilinu var T-33 á Ladies Irish Open. Charlie spilaði á LET 2012 og spilað á LET 2013.

Til þess að sjá heimasíðu Charlie smellið HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Robert (Bob) Charles, 14. mars 1936 (78 ára);  Vikki Laing, 14. mars 1981 (32 ára – skosk á LET); Claire Louise Aitken, 14. mars 1986 (28 ára) …. og …..

Anna Toher , GKJ
F. 14. mars 1960 (54 ára)
F. 14. mars 1975 (39 ára)
F. 14. mars 1980 (34 ára)
 
F. 14. mars 1972 (42 árs)

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is