Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2011

Það er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins en hann er fæddur 8. október 1992 og því 19 ára í dag. Guðmundur Ágúst er afrekskylfingur í GR, varð m.a. klúbbmeistari GR árið 2010 og hlaut háttvísibikar GR það ár. Guðmundur Ágúst á vallarmetið á Korpunni af gulum teigum, 63 högg, sem hann setti á unglingamóti Arionbankamótaraðarinnar 6. júní 2010.

The Duke of York og Guðmundur Ágúst

Sama ár, þ.e. 2010, varð Guðmundur Ágúst Íslandsmeistari í höggleik í flokki pilta 17-18 ára og vann síðan eftirminnilega Duke of York mótið, en sá sigur er einn glæsilegasti árangur íslensks kylfings á erlendri grund.

Í ár, 2011 varð Guðmundur Ágúst m.a. Íslandsmeistari með sveit GR, í sveitakeppni GSÍ.

Golf 1 óskar Guðmundi Ágúst innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Margaret Curtis, f. 8. október 1883- d. 24. desember 1965 og Thomas Dickson „Tommy“ Armour III, f. 8. október 1959