Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 13:15

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – 25. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 18 ára afmæli í dag. Guðrún Brá er í Golfklúbbnum Keili. Hún varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 17-18 ára á Arionbankamótaröð unglinga 2011. Síðan unnu þau frænsdsystkinin Axel Bóasson og hún fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni á s.l. ári, en Guðrún Brá spilaði á báðum mótaröðum s.l. sumar. Síðastliðið haust tók Guðrún Brá þátt í Duke of York mótinu og stóð sig vel. Guðrún Brá var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010.

Frændsystkinin og tveir bestu kylfingar landsins: Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Keili. Þau unnu 1. mótið styrktu af Erninum á Eimskipsmótaröðinni 2011. Mynd: gsimyndir.net

Hún er í Landsliðshóp íslenskra kylfinga 2012, völdum af Úlfari Jónsson og fór m.a.í æfingaferð s.l. febrúar á Eagle Creek, í Flórída. Sem stendur er Guðrún Brá við æfingar á Costa Ballena í Cádiz á Spáni.  Þeir sem vilja óska Guðrúnu Brá til hamingju geta komist inn á Facebook hér fyrir neðan.

F. 25. mars 1994
Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru:  Scott Stallings, 25. mars 1985  (27 ára) Sigraði The Greenbrier Classic 31. júlí 2011 á PGA;  Stacey Bieber (kanadísk – Big Break Sandals) 25. mars 1985 (27 ára);  Guðni Oddur Jónsson, 25. mars 1989, GS (23 ára) og…

F. 25. mars 1952 (60 ára stórafmæli!!!)

F. 25. mars 1975 (37 ára)

F. 25. mars 1975 (37 ára)

F. 25. mars 1977 (35 ára)

F. 25. mars 1964 (48 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is