Guðrún Brá var frábær á ZO ON mótinu í dag!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2014 | 23:45

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – 25. mars 2014

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Guðrún Brá er í Golfklúbbnum Keili og stundar nú nám og spilar golf með golfliði Fresno State háskólans í Kaliforníu.  Á afmælisdaginn er hún við keppni í Kapalua á Hawaii.

Guðrún Brá var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010.

Guðrún Brá varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 17-18 ára á Arionbankamótaröð unglinga 2011. Síðan unnu þau frænsdsystkinin Axel Bóasson og hún fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2011.

Frændsystkinin og tveir bestu kylfingar landsins: Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Keili. Þau unnu 1. mótið styrktu af Erninum á Eimskipsmótaröðinni 2011. Mynd: gsimyndir.net

Guðrún Brá tók þátt í Duke of York mótinu 2011 og 2012 og stóð sig vel, bæði skiptin.

Guðrún Brá var í landsliðshóp íslenskra kylfinga 2012 og er í núverandi landsliðshóp 2013, völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara og fór m.a.í æfingaferð í febrúar 2012 á Eagle Creek, í Flórída. Síðan tók Guðrún Brá þátt í Opna írska undir 18 ára í apríl 2012 og hafnaði í 9. sæti – sem er stórglæsilegur árangur!!!

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir

F.v.: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR; Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

Guðrún Brá endurtók leikinn frá 2011, þ.e.  varð bæði Íslandsmeistari í höggleik á Unglingamótaröð Arion banka 2012 í Kiðjaberginu og Íslandsmeistari í holukeppni á Unglingamótaröð Arion banka í stúlknaflokki. Sjá má viðtal við hana sem Golf 1 tók eftir að hún varð Íslandsmeistari stúlkna í höggleik 2012 með því að SMELLA HÉR: 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (f.m.) Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Mynd: gsimyndir.net

Guðrún Brá spilaði jafnframt á Eimskipsmótaröðinni 2012 og varð m.a. í 2. sæti í kvennaflokki á 1. móti mótaraðarinnar í Leirunni og var í forystu á 1. degi 2. mótsins, Egils Gull mótsins úti í Eyjum, en lauk keppni í 5. sæti í kvennaflokki. Guðrún Brá var í 4 manna úrslitum í Íslandsmótinu í holukeppni, þar sem klúbbfélagi hennar Signý Arnórsdóttir, GK vann. Hún hafnaði í 4. sæti í kvennaflokki á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012, Síma mótinu í Grafarholtinu.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012 úti í Eyjum. Mynd: Golf 1

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012 úti í Eyjum. Mynd: Golf 1

Af öðru merkilegu á ferli Guðrúnar Brá frá árinu 2012 mætti geta að hún mætti föður sínum, Björgvini Sigurbergssyni í Einvíginu á Nesinu, sem fram fór 6. ágúst 2012. Eins sigraði Guðrún Brá í höggleikshluta Sigga & Timo mótsins hjá GK, en mótið fór fram 25. ágúst 2012, en hún lék Hvaleyrina á 2 yfir pari, 73 höggum.

Í fyrravor (2013) sigraði Guðrún Brá í liðapúttkeppni Hraunkots ásamt „guttunum“ en einn af guttunum var bróðir hennar Helgi Snær!!! Sjá má frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:

Guðrún Brá (og frændi hennar Axel Bóasson) endurtóku síðan leikinn frá 2011 á Eimskipsmótaröðinni í fyrra (2013) og sigruðu í aftakaveðri upp á Skaga.

Af keppnisferðum Guðrúnar Brá erlendist í fyrra (2013) er e.t.v. helst að geta þátttöku hennar í Ladies British Open Amateur Championship, þar sem hún stóð sig vel eins og alltaf.

Þeir sem vilja óska Guðrúnu Brá til hamingju með afmælið geta komist inn á Facebook síðu hennar hér fyrir neðan.

Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGK (Innilega til hamingju með afmælið!!!)
25. mars 1994 (20 ára stórafmæli)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ingólfur Vestmann Ingólfsson, 25. mars 1952 (62 ára); Örvar Þór Kristjánsson, 25. mars 1977 (37 ára);   Jón Gunnar Gunnarsson, GK, 25. mars 1975 (39 ára);  Meredith Duncan, 25. mars 1980 (34 ára);  Scott Stallings, 25. mars 1985 (29 ára); Stacey Bieber, 25. mars 1985 (29 ára); Henrik Norlander, 25. mars 1987 (27 ára);  Guðni Oddur Jónsson, GS, 25. mars 1989 (25 ára).

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is