Afmæliskylfingur dagsins: Helen Alfredson –– 9. apríl 2020
Afmæliskylfingur dagsins er hin sænska Helen Christine Alfredson. Helen er fædd í Gautaborg, Svíþjóð 9. apríl 1965 og því 55 ára. Helen er oft kölluð Alfie.
Helen byrjaði að spila golf 11 ára og átti farsælan áhugamannsferil; var m.a. í landsliðum Svía í unglinga- og kvennamótum. Sem barn spilaði hún bæði handbolta og var í skautaíþróttum. Pabbi hennar, Björn, var 6-faldur sænskur meistari í handbolta.
Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 1989. Hún hefir sigrað í 25 atvinnumannsmótum; þ.á.m. 7 sinnum á LPGA; 11 sinnum á LET; 3 sinnum á japanska LPGA; 1 sinni á ALPG og 4 öðrum. Helen sigraði í einu risamóti þ.e. ANA Inspiration árið 1993.
Árið 2005 giftist Helen, Kent Nilsson og héldu þau heimili bæði í Onsala, Kungsbacka í Svíþjóð og í Orlandó, Flórída, en hjónakornin skildu 2016.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Ballesteros, 9. apríl 1957 (hefði orðið 63 ára í dag); Þórunn Einarsdóttir, 9. apríl 1959 (61 árs); Valgerður Pálsdóttir, 9. apríl 1961 (59 ára); Ingibjörg Birgisdóttir, 9. apríl 1966 (56 ára); Hörður Hinrik Arnarson, GK, 9. apríl 1967 (53 ára); Ólöf María Einarsdóttir, 9. apríl 1999 (21 árs) … og ….
Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024