Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og er því 15 ára í dag. Helgi Snær er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Svo sem hann á ættir til er Helgi Snær snjall kylfingur, spilaði m.a. á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar, Helgi Snær varð í 11. sæti í 1. mótinu uppi á Skaga og í 9. sætinu á 3. mótinu á Korpunni. Helgi Snær tók bronsið eða 3. sætið á Íslandsmótinu í höggleik!
Eins komst Helgi Snær í 8 manna úrslit í strákaflokki í Íslandsmótinu í holukeppni. Loks lauk Helgi Snær 2012 keppnistímabilinu með því að landa 1. sætinu í 6. og síðasta mótinu ásamt Eggert Kristjáni Kristmundssyni, GR en tapaði síðan í bráðabana, sem fram fór milli þeirra. Svo sem sést bætti Helgi Snær sig með hverju mótinu sumarið 2012 og verður spennandi að fylgjast með honum í sumar!
Auk framangreinds varð Helgi Snær m.a. í 3. sæti á Meistaramóti Keilis í strákaflokki, hann tók þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfelllsbæ og er val landsliðsþjálfara Úlfars Jónssonar, í landsliðsboðhóp 18 ára og yngri pilta.
Síðast en ekki síst varð Helgi Snær Íslandsmeistari í sveitakeppni 15 ára og yngri drengja 2012 með A-sveit drengja í Keili.
Loks mætti geta að Helgi Snær sigraði nú nýlega á liðapúttmóti Hraunkots með liði sínu „Guttarnir og Guðrún Brá“.
Foreldrar Helga Snæs eru Björgvin Sigurbergsson og Heiðrún Jóhannsdóttir og systir hans er Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Hægt er að óska afmæliskylfingnum til hamingju á Facebooksíðu hans hér:
Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Maureen Orcutt, f. 1. apríl 1907 – d. 9. janúar 2007; Dan Pohl, 1. apríl 1955 (57 ára), Donald William Hammond, 1. apríl 1957 (56 ára); Marc Warren, 1. apríl 1981 (32 ára); … og ….
-
F. 1. apríl 1975 (38 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024