Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2013 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 21 árs afmæli í dag.
Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Mynd: Golf 1

Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Mynd: Golf 1

Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því aðeins búin að spila golf í 5 ár. Engu að síður er hún komin með 6,2 í forgjöf og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2011 og 2012.

Hildur varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni; hún sigraði 1. flokk á meistaramóti GR, 2009 og sigraði bæði sveitakeppni 1. deildar kvenna kvenna og stúkna 18 ára og yngri 2010. Eins var hún í sveit GR kvenna, sem urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ, 2011.

Hildur Kristín er dóttir Ragnhildar Sigurðardóttur, GR, golfdrottningar og dótturdóttir Sigurðar dýralæknis Sigurðssonar, sem er úr hinum frábæra´ 61 árgangi úr MA. Eins á Hildur eina systur, Lilju.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Debbie Austin, 1. febrúar 1948 (65 ára) og Jimmy Lee Thorpe, 1. febrúar 1949 (64 ára) og

 F. 1. febrúar 1976 (37 ára)
F. 1. febrúar 1978 (35  ára)
F. 1. febrúar 1997 (16 ára)
F. 1. febrúar 1967 (45 ára).
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is