Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jhonattan Vegas – 19. ágúst 2024

Það er Jhonattan Vegas frá Venezuela sem er afmæliskylfingur dagsins. Jhonattan fæddist í Maturín, Venezuela 19. ágúst 1984 og fagnar því 40 ára stórafmæli í dag. Hann spilaði með golfliði University of Texas, gerðist atvinnumaður í golfi 2008 og fór að spila á Nationwide Tour 2009. Hann á einn sigur í beltinu á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour) þ.e. á Preferred Health Systems Wichita Open og eins sigraði hann í móti á suður-ameríska túrnum, Tour de las Américas; Abierto de la República.

Jhonattan skaust upp á frægðarhiminn golfsins þegar hann sigraði Bob Hope Classic þ.e. 1. mótið sitt á PGA Tour 23. janúar 2011, eftir sigur á Billy Haas og Gary Woodland í bráðabana. Þetta var í 5. sinn sem Vegas tók þátt í móti á PGA Tour og í 2. sinn sem fullgiltur félagi PGA Tour. Hann var sá fyrsti frá Venezuela til að sigra á PGA Tour. Þetta tryggði honum m.a. þátttökurétt á the Masters risamótið til loka ársins 2013.

Vegas var nú nýlega í golffréttum þar sem hann sigraði á 3M Open, mótinu á PGA Tour, sem fram fór í Blaine, MN, dagana 25.-28. júlí 2024. Þetta var fyrsti sigur Vegas í 7 ár, en síðast sigraði hann á PGA mótaröðinni árið 2017. Þetta var jafnframt 4. sigur Vegas á PGA. Sigursins þarfnaðist hann sárlega til þess að halda spilaréttindum sínum á PGA mótaröðinni.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Björn Friðþjófsson, 19. ágúst 1942 (82 ára), GR (fgj. 13.8); Christy O’ Connor Jr., 19. ágúst 1948 (76 ára); Gordon Brand Jr., (f. 19. ágúst 1958 – d. 1. ágúst 2019); Guðjón Steingrímsson, 19 ágúst 1967 (57 ára); Jhonattan Vegas, Ólympíufari frá Venezúela 19. ágúst 1984 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Alice Hewson, 19. ágúst 1997 (27 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Í aðalmyndaglugga: Afmæliskylfingurinn eftir sigur á 3M Open mótinu á PGA Tour í júlí 2024.