Karsten Solheim
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karsten Solheim – 15. september 2019

Það er Karsten Solheim, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann var fæddur 15. september 1911 í Bergen, Noregi og hefði orðið 108 ára í dag. Hann lést 16. febrúar 2000. Karsten Solheim er upphafsmaður Solheim bikarsins, sem við hann er kenndur.  Sá hlær eflaust í gröf sinni að bikarinn, sem við hann er kenndur er nú aftur kominn heim til Evrópu og sú sem átti sigurpúttið var landa hans, Suzann Pettersen!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fulton Peter Allem 15. september 1957 (62 ára); Sonja Ingibjörg Einarsdóttir, 15. september 1961 (58 ára), Elfur Logadóttir (48 ára); Kevin Sangwook Na (á kóreönsku: 나상욱 og hanja: 羅相昱), 15. september 1983 (36 ára); Shi Hyun Ahn (á kóreönsku: 안시현), 15. september 1984 (35 ára); Halldór Jón JóhannessonAgöthu Christie Klúbburinn (29 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is