Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Ken Venturi, sem einna frægastur er fyrir að hafa sigrað á Opna bandaríska risamótinu fyrir 50 árum þ.e. 1964.

Bandaríski kylfingurinn Kenneth Venturi, alltaf kallaður Ken, fæddist 15. maí 1931 í San Francisco og hefði því orðiðí 83 ára, á árinu, en hann lést í fyrra, reyndar nánast upp á dag fyrir ári, þ. 17. maí 2013. Sjá frétt Golf 1 um það eð því að SMELLA HÉR:   Venturi er fyrrum atvinnukylfingur á PGA-mótaröðinni og golfsjónvarpsfréttamaður.

Heiðurskylfingurinn Ken Venturi

Heiðurskylfingurinn Ken Venturi

Ken, (sem var 1.83 m á hæð og 77 kg þungur) vakti fyrst athygli (fyrir 58 árum) þ.e. árið 1956 þegar hann sem áhugamaður, lenti í 2. sæti á The Masters, eftir að hafa verið í efsta sæti eftir fyrsta hringinn. Á lokahringnum kom hann inn á 80 höggum og missti þar með niður 4 högga forystu, sem varð til þess að hann varð af sigrinum. Hins vegar er þetta einn besti árangur áhugamanns í sögu The Masters. Mörgum árum síðar var leikur hans borinn saman við það þegar leikur Greg Norman brotnaði niður á seinni 9, árið 1996. (Nákvæmari samsvörun mætti finna í leik Rory McIlroy, á the Masters vorið 2011, en hann kom inn á 80 höggum á 4. hring og missti niður 4 högga forystu, alveg eins og Ken Venturi gerði 55 árum fyrr, sem sýnir bara að lífið endurtekur sig í “paródíum”; þ.e. endurtekur sig, bara ekki alltaf eins).

Snemma á 6. áratugnum var Venturi nemandi hins mikla Byron Nelson og var einnig undir áhrifum spilafélaga síns Ben Hogan. Vegna fínstillingar golfleiks Venturi og gríðarlegra hæfileika hans var hann reglulega sigurvegari á upphafsdögum PGA-mótaraðarinnar eftir að hann gerðist atvinnumaður í lok árs 1956.  Hann komst nærri því að sigra Masters 1958 og 1960 en í bæði skiptin hafði Arnold Palmer betur.

Ken Venturi á US Open 1956

Ken Venturi á US Open 1956

Eftir að Ken Venturi varð fyrir minniháttar meiðslum í bílslysi árið 1961 byrjaði golfsveifla hans, sem og golferill að dala. Þetta erfiðleikatímabil tók enda 1964, þegar Venturi fór aftur að spila vel, án þess að hann kynni að greina frá ástæðum þess. Eftir að landa nokkrum góðum niðurstöðum í mótum náði Ken Venturi aftur toppnum þegar hann sigraði á US Open 1964 í Congressional Country Club eftir að hafa nánast liðið út af vegna hitans á síðustu 36 holunum.  Hann hlaut viðurkenninguna íþróttamaður ársins (ens.: “Sportsman of the Year”) af tímaritinu Sports Illustrated í kjölfarið og var valinn leikmaður PGA-mótaraðarinnar, árið 1964. Ken Venturi var í Ryder Cup liði Bandaríkjamanna árið 1965. Af öðrum viðurkenningum sem hann hlaut mætti nefna að hann fékk Old Tom Morris Award, árið 1998, sem er æðsta viðurkenning sem Samband golfvallarstarfsmanna í Bandaríkjunum GCSAA (Golf Course Superintendents Association of America) veitir.

Eftir frábæran árangur árið 1964 tók enn við einn af lífsins öldudölum fyrir Ken.  Hann var greindur með carpal tunnel syndrome í báðum úlnliðum.  Eftir fjölmargar skurðaðgerðir var ástand hans lagfært en Ken náði aldrei aftur sama gamla forminu. Hann dró sig algerlega í hlé af PGA-túrnum árið 1967, eftir að hafa sigrað alls 15 sinnum, 14 sinnum á PGA-mótaröðinni, auk 1 sinni á risamóti (US Open 1964). Besti árangur Ken Venturi á öðrum risamótum er eftirfarandi: hann varð tvívegis T-2 (þ.e. jafn öðrum í 2. sæti) á The Masters, árin 1956 og 1960 og eins varð hann T-5 (þ.e. jafn öðrum í 5. sæti) á PGA Championship árin 1959 og 1964.

Íþróttafréttaskýrandi CBS, Ken Venturi

Íþróttafréttaskýrandi CBS Sports, Ken Venturi

Næstu 35 ár starfaði Ken Venturi sem golfsjónvarpsfréttamaður fyrir CBS Sports (allt þar til hann fór á eftirlaun árið 2002). Ken Venturi á og rekur fjölda golfskóla í Bandaríkjunum.

Af öðru sem á daga Ken hefir drifið mætti nefna að hann lék sjálfan sig í golfkvikmyndinni Tin Cup frá árinu 1996 (með Kevin Costner í aðalhlutverki). Í myndinni leikur hann golfsjónvarpsfréttamann á US Open, sem fram fer á ímynduðum golfvelli í Norður-Karólínu. Í einu atriði í myndinni er Venturi látinn gefa aðalpersónunni Roy McAvoy (Kevin Costner) ráð, um að hann ætti að leggja upp fremur en að reyna við flöt í 2 höggum á par-5 braut.  McAvoy, sem afráðið hefur að reyna við flötina segir: “Þessi er fyrir Venturi í blaðamannastúkunni, sem telur að ég eigi að leggja upp.” Caddý Costners, leikinn af Cheech Marin svarar hæðnislega í myndinni: “Ja, hvað veit hann svo sem? Hann sigraði þetta mót bara, áður en þú fæddist!” (ens.: „Yeah, what does he know? He only won this tournament before you were born.“)

Að lokum mætti nefna að Venturi var fyrirliði sigurliðs Bandaríkjamanna í Presidents Cup árið 2000.

Bókin „The Match" eftir Mark Frost

Bókin „The Match“ eftir Mark Frost

Að síðustu: Ken Venturi er einn aðalheimildarmaðurinn og einn af 4 aðalsöguhetjum bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Hann var annar af 2 áhugamönnunum (hinn var Harvie Ward) sem kepptu við heimsins bestu atvinnumenn þess tíma (Ben Hogan og Byron Nelson) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Tiger og Adam Scott til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Venturi (15. maí 1931 – 17. maí 2013);  Henry Dudley Wysong, Jr., 15. maí 1939 – 29. mars 1998); James Bradley Simons (15. maí 1950 – 8. desember 2005) Indverski kylfingurinn SSP Chowrasia,  15. maí 1978 (36 ára); Álvaro Velasco Roca, 15. maí 1981 (33 ára);  Pablo Larrazabal, 15. maí 1983 (31 árs)  Caroline Rominger, 15. maí 1983  (30 árs) – svissneskur kylfingur á LET ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is