Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Macdonald Smith – 18. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Macdonald „Mac“ Smith, en hann fæddist 18. mars 1892 í Carnoustie, á Skotlandi og þ.a.l. eru  120 ár í dag frá fæðingardegi hans. Mac dó 31. ágúst 1949. Hann var einn fremsti kylfingur heims á árunum 1910 – 1930.

Mac Smith

Mac gerðist atvinnumaður 1910 og vann 29 sigra á ferlinum þar af 24 á PGA Tour. Hann ólst upp og lærði golf á erfiða Carnoustie linksaranum á Skotlandi. Tveir bræður Mac sigruðu á Opna bandaríska, Willie 1899 og Alex 1906 og 1910. Á efri árum (Mac varð reyndar bara 57 ára) var hann golfkennari og bjó í Oakmont í Kaliforníu. Mac Smith var tekinn í frægðarhöll kylfinga 1954.

Mac Smith að auglýsa golfbolta.

Aðrir frægir sem afmæli eiga í dag eru:  Adele Bannermann (áströlsk), 18. mars 1976, Bri Vega, 18. mars 1982 (30 ára stórafmæli!!!); Marousa Polias (áströlsk), 18. mars 1983 (29 ára)

…. og …