Magnús Birgisson, golfkennari hjá MP Academy í Oddinum. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2024 | 19:30

Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2024

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og því 65 ára stórafmæli!!!

Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni )

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, flatargaflar, tí, golfkúluvarasalvar, golfhandklæði og síðast en ekki síst SeeMore pútterar. Eins má skoða golfvöruúrvalið með því að fara hér inn á www.hissa.is Hissa.is flytur einnig inn hinn vinsæla SNAG útbúnað fyrir yngstu kylfinganna, sem Magnús hefir verið duglegur að kynna!

Magnús hefir látið sig útgáfumál á golfbókum varða, gaf m.a. ásamt Jóni H. Karlssyni, golfkennara, út kennsluleiðbeiningar í skólagolfi.

Af afrekum Magnúsar í golfíþróttinni mætti nefna að hann varð Norðurlandsmeistari 1979 og meistari GA 1983.

Magnús er drengjameistari Íslands 1973-1974 og piltameistari Íslands 1978. Magnús var í sveit Íslands á EM unglinga 1978-1979. Hann kenndi m.a um langt árabil hjá GKG 1994-2001 og hjá GO frá 2002. Eins hefir hann verið golfkennari um skeið hjá Golfklúbbnum Keili, Golfklúbbnum Oddi og  Golfklúbbi Borgarness. Magnús lauk golfkennarnámi við PGA-golfskólann í Svíþjóð árið 2000.

Af öðrum íþróttum sem Magnús hefir tekið þátt í mætti nefna handbolta, en Magnús spilaði handbolta með meistaraflokki KA í handknattleik 1978-1983.

Magnús á 3 syni: Sindra, Pétur og Birgi Björn.

Á nýafstöðnu Íslandsmóti í höggleik var Magnús kylfuberi sonar síns, Birgis Björns, en Birgir Björn varð T-11 á 4 undir pari 280 höggum (69 71 67 73).

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru : Jerry McGee f. 21. júlí 1943 (81 árs); Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 21. júlí 1959 (65 ára); Jóna Hrönn Bolladóttir 21. júlí 1964 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Paul Casey f. 21. júlí 1977 (47 ára) og Valería Ochoa f. 21. júlí 1979 (45 ára) og Sindri Freyr Guðjónsson 21. júlí 1994 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Í aðalmyndaglugga: Magnús Birgisson. Mynd: Golf 1