Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2024 | 15:59

Afmæliskylfingur dagsins: Margeir Ingi Rúnarsson – 10. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Margeir Ingi Rúnarsson. Margeir Ingi er fæddur 10. júlí 1994 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Margeir Ingi er í Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði og er góður kylfingur. Hann er margfaldur klúbbmeistari GMS.

Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan…

Klúbbmeistarar GMS 2021 og 2022 – Helga Björg og Margeir Ingi

 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 –  d. 4. september 2004 (hefði orðið 95 ára í dag!; Bergþóra Margrét Jóhannsdóttir, 10. júlí 1956 (68 ára);   Scott Michael McCarron, 10. júlí 1965 (59 ára); Guðmundur Gísli Geirdal, 10. júlí 1965 (59 ára); Helga Þóra Þórarinsdóttir, 10. júlí 1967 (57 ára); Guðjón Petersen, 10. júlí 1990, Kara Lind Ágústsdóttir, 10. júlí 1995 (29 ára);   Þæfðar Seríur og Lopavörur. ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Í aðalmyndaglugga: Margeir Ingi og Hulda Mjöll klúbbmeistarar GMS 2020