Maríanna Ulriksen, GA og GSS.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Maríanna Ulriksen – 22. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Maríanna Ulriksen. Maríanna er fædd 22. febrúar 2002 í Hammerfest, Noregi og er því 17 ára í dag.  Hún hefur alist upp á Sauðárkróki frá eins árs aldri. Vorið 2016 setti GSÍ, undir stjórn Úlfars Jónssonar, á laggirnar hóp fyrir afrekskylfinga á Norðurlandi, Norðurlandsúrval 2016, og var Maríanna 1 af þessum 12 manna hópi. Með þessu opnaðist leið til faglegrar þjálfunar hjá GA auk tækifæra til að taka þátt í mótum utan heimabyggðar. Maríanna hefur verið í GA síðan 2017 með aukaaðild í heimabyggð GSS. Þrátt fyrir stuttan mótaferil hefur Maríanna unnið til ýmissa verðlauna síðast GA Meistaramót kvenna 2018 og Norðulandsmeistaramót 2018. Maríanna stundar nú nám við MA. Komast má á facebook síðu Maríönnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan

Maríanna Ulriksen, GA og GSS.

Marianna Ulriksen – Innilega til hamingju með 17 ára afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joe Carr (Íri) f. 22. febrúar 1922 – d. 3. júní 2004; Tommy Aaron, 22. febrúar 1937 (82 ára); Skátafélagið Faxi (81 árs); Amy Alcott 22. febrúar 1956 (63 ára); Vijay Singh, 22. febrúar 1963 (56 ára); Ingibjörg Elíasdóttir, 22. febrúar 1968 (51 árs);   Stefán Gunnar Svavarsson, 22. febrúar 1968 (51 árs); Leslie Spalding 22. febrúar 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sólrún Linda Þórðardóttir, 22. febrúar 1972 (47 ára); Unndór Egill Jónsson, 22. febrúar 1978 (41 árs);  Minningarsíða Hemma (39 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is