Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Moriya Jutanugarn – 28. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er thaílenski kylfingurinn Moriya Jutnugarn (thaílenska: โมรียา จุฑานุกาล)  Hún er fædd 28. júlí 1994 og fagnar því 30 ára stórafmæli í dag. Hún er 1,55 m á hæð og 62 kg. Moriya gerðist atvinnumaður í golfi 2012.

Árið 2009, var Moriya fyrsti kvenkylfingurinn til þess að sigra á Duke of York Young Champions Trophy. Í kjölfarið árið 2012 gerðist hún atvinnumaður í golfi. Hún hefir spilað á LPGA frá árinu 2013 og hefir sigrað þar tvívegis. Árið 2013 var hún m.a. nýliði ársins á LPGA.  Besti árangur hennar í risamótum er T-3 árangur í Evían, árið 2017.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hinrik Gunnar Hilmarsson, f. 28. júlí 1958 – d. 24. mars 2016 (hefði orðið 66 ára í dag): Marta Guðjónsdóttir 28. júlí 1959 (65 ára); Árný Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1970 (54 ára); Steven Craig Alker, 28. júlí 1971 (53 ára); Þórdís Lilja Árnadóttir , 28. júlí 1973 (51 árs); Amy Yang, 28. júlí 1989 (35 ára); Moriya Jutanugarn, 28. júlí 1994 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og ……

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag, innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is