Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Murle Breer ——— 20. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Murle MacKenzie Lindstrom Breer. Murle er fædd 20. febrúar 1939 í St. Petersburg, Flórída og á því 80 ára merkisafmæli í dag!!!  Hún er best þekkt fyrir að sigra á Opna bandaríska kvenrisamótinu 1962. Hún keppti sem Murle MacKenzie þar til hún gifti sig í 1. sinn árið 1961, en þá keppti hún sem Murle Lindstrom þar til hún gifti sig í 2. sinn árið 1969.

Murle komst á LPGA árið 1958. Fyrsti sigur hennar var á risamótinu 1962 þar sem hún bara sigurorð af þeim Jo Ann Prentice og Ruth Jessen með 1 höggi á Opna bandaríska kvenrisamótinu, eins og sagði, sem haldið var í Dunes Golf Club á Myrtle Beach, í Suður-Karólínu fylki. Breer vann 3 önnur LPGA mót á 7. áratugnum og eina blandaða keppni 1970. Hún hætti sem atvinnumaður 1984.

Í yfri 2 áratugi rak Breer golfskóla í High Hampton Inn Country Club í vesturhluta N-Karólínu. Hún og eiginmaður hennar, Robert Breer, sem er geimferða verkfræðingur, eiga tvær dætur Tracy og Vicki.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stewart Murray „Buddy“ Alexander 20. febrúar 1953 (66 ára); Leonard C Clements, 20. febrúar 1957 (62 ára); Hilmar Theodór Björgvinsson (58 ára); Erlingur Arthúrsson, (57 ára); Charles Barklay, 20. febrúar 1963 (56 ára); Jeff Maggert, 20. febrúar 1964 (55 ára); Þórður Vilberg Oddsson, 20. febrúar 1966 (53 ára); Hermóður Sigurðsson, 20. febrúar 1971 (48 ára); Fredrik Anderson Hed, 20. febrúar 1972 (47 ára); Yeh Wei-tze, 20. febrúar 1973 (46 ára); Caroline Afonso, 20. febrúar 1985 (34 ára) á LET; Theodór Emil Karlsson, 20. febrúar 1991 (28 ára) … og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is