Afmæliskylfingur dagsins: Nick Faldo – 18. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Sir Nick Faldo. Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 55 ára afmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni. Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður. Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið:
„Sexfaldur sigurvegari risamóta í golfi, Sir Nick Faldo er mikill kvennamaður.
Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Rockall, þegar hann var 21 árs. Þau giftu sig 1979, en skyldu 5 árum síðar, eftir að upp komst um framhjáhald Nick og Gill Bennet, ritara umboðsmanns hans.
Skilnaðurinn frá Melanie fór í gegn áður en Nick náði himinhæðum velgengni í golfinu og því fékk Melanie lítið út úr fjárskiptunum.
Nick kvæntist Gill, árið 1986 og á með henni 3 börn: Natalie, Matthew og Georgíu. Þau skildu 1995 eftir að Nick átti í ástarsambandi við 20 ára gamlan golfnema, Brennu Cepelak. Það samband entist í 3 ár… en því lauk þegar Nick kynntist Valerie.
Það komst í fréttirnar þegar hin særða og framhjáhaldna Brenna eyðilagði Porsche 959 bifreið Nick með wedge og olli honum 10.000 punda tjóni.
Þriðja eiginkona Nick, Valerie Bercher er frá Sviss og vann við almannatengsl (PR) þegar þau kynntust 1998 á European Masters golfmóti.
Á þeim tíma var Natalie í starfi hjá markaðsfyrirtækinu IMG, sem margir atvinnukylfingar eru á samningi hjá.
Natalie sleit trúlofun sinni og Olivier Delaloye og giftist Nick í júlí 2001 (sama dag og fyrrum kylfuberi hans, Fanny Suneson giftist, á öðrum stað þó).
Giftingarathöfn Nick og Valerie var íburðarmikil og fór fram á Windsor landareign Nick.
Nick og Valerie eignuðust dóttur, Emmu Scarlett, árið 2003, (sjá mynd)
Þremur árum eftir fæðingu einu dóttur þeirra, árið 2006, fengu Nick og Valerie lögskilnað.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Simpson f. 18. júlí 1858- d.30. nóvember 1895; Stephanie Sparks f. 18. júlí 1973 (39 ára); Cydney Clanton, 18. júlí 1989 (23 ára) ….. og ……
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024