Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er forgjafarlægsti kylfingur Íslands, Örn Ævar Hjartarson, en hann er með -1,7 í forgjöf. Örn Ævar fæddist 18. febrúar 1978 og er því 34 ára í dag. Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt að tæpa á öllum afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, 2009; -7 undir pari 63 högg á gamla Kirkjubólsvelli hjá GSG, 2009; -5 undir pari, þ.e. 66 högg á gamla Hamarsvelli í Borgarnesi, 2006 og þá er bara fátt eitt talið.
Það eru líka fáir sem geta státað af því að hafa sigrað nr. 1 í heiminum, sjálfan Luke Donald í holukeppni, líkt og Örn Ævar.
Af Íslandsmeistaratitlum Örn Ævars mætti t.d.. nefna að hann varð fyrst Íslandsmeistari í höggleik 2001 og svo varð hann Íslandsmeistari í holukeppni 2006.
Örn Ævar á sæti í varastjórn GS 2012. Hann er kvæntur Kristínu Þóru Möller.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Rankin, 18. febrúar 1945 (67 ára); Thomas Björn, 18. febrúar 1971 (41 ára) … og ….
-
F. 18. febrúar 1997 (15 ára).Golf 1 óskar afmæliskylfingnum, sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024