Paul Azinger
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Paul Azinger – 6. janúar 2020

Það er Paul Azinger, sem er afmæliskylfingur dagsins. Azinger er fæddur 6. janúar 1960 í Holyoke, Massachusetts,  og á því 60  ára afmæli í dag.

Azinger var í tveimur bandarískum háskólum: College Brevard Community College og Florida State University og spilaði með golfliði beggja skóla.

Azinger gerðist atvinnumaður í golfi 1981 og hefir sigrað 16 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 12 sinnum á PGA Tour og tvívegis á Evróputúrnum.

Zinger eins og hann var oft kallaður var valinn leikmaður ársins 1987.

Hæst náði Azinger að verða nr. 4 á heimslistanum, það er 22. ágúst 1993.

Besti árangur hans á risamótum var sigur á PGA Championship 1993, en það er eini risamótssigur hans.

Azinger er kvæntur konu sinni, Toni Azinger og á tvær dætur: Sarah Jean Collins og Josie Azinger Mark. Þau búa í Bradenton, Flórída.

Á síðari árum hefir Azinger starfað sem golffréttaskýrandi fyrir ýmsar sjónvarpsstöðvar, m.a. NBC Sports, Golf Channel og Fox, en Azinger er mjög íhaldssamur.

Loks hefir Azinger skrifað nokkrar golftengdar bækur m.a.: Zinger: A Champion’s Story of Determination, Courage, and Charging Back.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Cary Middlecoff, f. 6. janúar 1921 -d. 1. september 1998; Nancy Lopez 6. janúar 1957 (63 ára); Herdís Björg Rafnsdóttir, 6. janúar 1962 (58 ára); Kristina Rothergatter, 6. janúar 1984 (Spilar á LET Access – 36 ára); Vani Kapoor, 6. janúar 1994 (26 ára);  Nökkvi Mikaelsson, 6. janúar 1996 (24 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is