Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Hedblom –—- 20. janúar 2020

Það er Peter Hedblom, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 20. janúar 1970 í Gävle, Svíþjóð og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Hedblom er 1,83 m á hæð og 87 kg, kvæntur Önnu (giftust 1999) og bróðir Marlene, sem spilaði aðallega á LET ( og sigraði þar Biaritz Ladies Classic 2003) og LPGA (2004). Peter Hedblom gerðist atvinnumaður í golfi 1988 og spilaði bæði á Áskorendamótaröð Evrópu, þar sem hann sigraði 4 sinnum og á Evróputúrnum, þar sem hann á 3 sigra. Besti árangur á risamóti hjá Peter Hedblom er T-7 árangur á Opna breska 1996. Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Þórhallur Sigurðsson , 20. janúar 1947 (73 ára); Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir, GÍ, 20. janúar 1948 (72 ára); Tom Carter, 20. janúar 1968 (52 ára); Fredrik Anderson Hed, 20. janúar 1972 (48 ára); Konráð V. Þorsteinsson, 20. janúar 1973 (47 ára); Silja Rún Gunnlaugsdóttir, GK, 20. janúar 1974 (46 ára); Derek Fathauer, 20. janúar 1986 (34 ára)…. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is