Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Phil Mickelson –—- 16. júní 2022

Það er Phil Mickelson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mickelson er fæddur 16. júní 1970 í San Diego, Kaliforníu og á því 52 ára afmæli í dag!!!

Mickelson er nú nr. 77 á heimslistanum.

Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 44 slíkum mótum og nálgaðist óðfluga þann, sem er í 8. sæti með 45 sigra). Nú nær hann honum aldrei því hann hefir verið settur í ævilangt bann frá þátttöku á mótum PGA Tour, vegna þátttöku hans í sádí-arabísku LIV Golf ofurgolfmótaröðinni. Phil sigraði þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); einu sinni á Opna breska (2013) og einu sinni á PGA Championship (2005). Mickelson er frægur fyrir að hafa 6 sinnum orðið í 2. sæti á Opna bandaríska. Fleiri verða risamótaafrek Phil ekki.

Í 1. mótinu á LIV varð Phil í

Phil er kvæntur Amy (giftust 1996) og eiga þau saman 3 börn: Amöndu (1999); Sophiu (2001) og Evan (2003)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Old Tom Morris, 16. júní 1821; Dagrún, 16. júní 1964 (58 ára); Harpa Ævarrsdóttir, 16. júní 1967 (55 árs); Sigurþór Ingólfsson, 16. júní 1970 (52 ára); Michael Kahn, 16. júní 1972 (48 ára); Lily Muni He, 16. júní 1999 (23 ára ); Hraunsnef Sveitahotel ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is