Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Richard Green – 19. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Richard Green. Green  fæddist 19. febrúar 1971 í Williamstown, nálægt Melbourne í Viktoríuríki í Ástralíu og á því 50 ára stórafmæli í dag. Green gerðist atvinnumaður í golfi 1992 og komst á Evróputúrinn 1996. Hann hefir sigrað 7 sinnum á alþjóðavísu, þar af 3 sinnum á Evróputúrnum, síðast á Portugal Masters 2010. Fyrsti sigur Green á Evróputúrnum kom 1997 á Dubai Desert Classic og varð hann fyrsti örvhenti kylfingurinn til þess að sigra á Evróputúrnum, allt frá því Bobby Charles tókst að vinna á Swiss Open árið 1974.

Green ásamt öðrum á vallarmetið á Carnoustie (64 högg).

Besti árangur Green á risamótum er T-4 árangur á Opna breska 2007 og hæst hefir Green náð að vera í 29. sætinu á heimslistanum.

Green var meðal hávaxnari mönnum á Evróputúrnum eða 1,9 m á hæð.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (55 ára); Lára Eymunds-dóttir, 19. febrúar 1970 (51 árs); Gregory Clive Owen, 19. febrúar 1972 (49 ára); Áhöfnin Á Vestmannaey , 19. febrúar 1973 (48 ára); Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19. febrúar 1974 (47 ára) … og …

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is