Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rubén Alvarez – 30. maí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Rubén Alvarez. Alvarez er fæddur 30. maí 1961 í Pilar, Argentínu og hefði því átt 60 ára merkisafmæli í dag, en hann lést 2014.

Hann vann fyrir sér sem kaddý í Buenos Aires áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1986.

Hann sigraði 19 sinnum á Tour de las Americas og besti árangur hans í risamóti er T-67 á Opna breska árið 1994.

Alvarez var fulltrúi Argentínu tvívegis í heimsbikarnum; 1991 í Róm á Ítalíu og 1992 í Madrid á Spáni. Hann var í 2. sti á San Pablo Open í Brasilíu 1990.

Alvarez lést úr krabbameini 9. nóvember 2014, aðeins 53 ára.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jocelyne Bourassa, 30. maí 1947 (74 ára); Sverrir Friðþjófsson, 30. maí 1950 (71 árs);  Þórir Gíslason, kenndur við Burkna, 30. maí 1954 (67 ára); Michael Clayton, 30. maí 1957 (64 ára); HólaPrjónn Ingu (62 ára); Jerry Springer, 30. maí 1968 (53 ára); Audrey Wooding, 30. maí 1970 (51 árs ; Jason Wright, GA f. 30. maí 1987 (34 ára);  Eiður Ísak Broddason, 30. maí 1995 (26 ára)….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Aðalmyndagluggi: Ruben Alvarez t.v.