Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2013
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 11 ára afmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók við afmæliskylfinginn fyrir 3 árum SMELLIÐ HÉR:
Sigurður Arnar kom sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!! Í fyrrasumar, 2012 (10 ára) varð hann m.a. klúbbmeistari GKG í aldursflokknum 12 ára og yngri.
Sumarið 2012 tók Sigurður Arnar þátt í Unglingamótaröð Arion banka og spilaði þar í strákaflokki (14 ára og yngri) gegn strákum sem voru oft á tíðum 4 árum eldri en hann. Engu að síður gekk Sigurði Arnari bara vel t.a.m. varð hann í 11. sæti af 35 þátttakendum á 3. móti Unglingamótaraðarinnar, sem fram fór 15. og 16. júní 2012 á Korpunni.
Árið 2011 (9 ára) tók Sigurður Arnar einnig þátt í nokkrum opnum mótum og er t.d. mjög eftirminnileg frammistaða hans á Bylgjan Open, sem var tveggja daga mót á Leirdalsvelli, heimavelli Sigurðar Arnars, með niðurskurð eftir fyrri daginn. Þátttakendur voru 198 og Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti á mótinu með 73 punkta, 38 fyrri daginn og 35 seinni.
Sigurður Arnar á ekki langt að sækja golfgenin, en foreldrar hans eru Garðar Ólafsson og Ragnheiður Sigurðardóttir og eru bæði miklir kylfingar. Ragnheiður, GKG, móðir Sigurðar Arnar hefir m.a. spilað á Eimskipsmótaröðinni og í móti 35+. Eins er bróðir hans, Ragnar Már snjall kylfingur og m.a. sigurvegari Duke of York 2012 (sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Ragnar Má með því að SMELLA HÉR:)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: James Russell Ahern 26. febrúar 1949 (64 ára) og Katherine Hull, 26. febrúar 1982 (31 árs) …. og …..
-
Hrafn Gk (30 ára)
-
Leszek Wolynski (45 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með 11 ára afmælið og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag til hamingju með daginn!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024