Afmæliskylfingur dagsins: Þórdís Geirsdóttir – 1. október 2011
Það er Þórdís Geirsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún fæddist í Reykjavík 1. október 1965. Þórdís er gift Guðbrandi Sigurbergssyni og á 3 syni, Sigurberg, Geir og Þráinn. Guðbrandur og Sigurberg eru líkt og Þórdís í GK og spila golf.
Þórdís var aðeins 11 ára þegar hún byrjaði í golfi og strax 1976 gekk hún í Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði, sem hún hefir síðan verið í alla tíð. Þórdís segist hafa elt bræður sína, Lúðvík og Hörð út á golfvöll og ekki leið á löngu þar til hún hnuplaði kylfum frá þeim og fór að æfa sig.
Það var stór og skemmtilegur hópur krakka í Keili á þessum árum, sem margir hverjir eru orðnir landsþekktir kylfingar og er Þórdís þar fremst í flokki. Fáar stelpur voru í golfi á þessum árum og Þórdís því alltaf í golfi með strákunum. „Hún er skemmtileg og drífandi og stjórnaði okkur strákunum harðri hendi” sagði einn úr vinahópnum um afmæliskylfinginn okkar.
Það er of langt mál að telja upp alla Íslandsmeistaratitla sem Þórdís hefir unnið. Það er efni í aðra grein. Hér skal látið staðar numið við minnast á að Þórdís hefir í alls 8 skipti af 12 orðið Íslandsmeistari 35+ nú síðast sumarið 2011.
Golf 1 óskar Þórdísi innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: George William Archer (1. október 1939 – 25. september 2005); Dagur Ebenezersson, GK, 1. október 1993 (18 ára).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024