Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood -19. janúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Tommy Fleetwood. Tommy eða Thomas Paul Fleetwood eins og hann heitir fullu nafni en hann er fæddur 19. janúar 1991 og á því 28 ára afmæli!!! Tommy er annar helmingur „Moliwood“, þ.e. liðstvenndar hans sjálfs og ítalska kylfingsins Francesco Molinari, sem sló rækilega í gegn í síðustu Ryder bikars keppni 2018, þar sem lið Evrópu sigraði í París, Frakklandi með 17 1/2 vinningi g. 10 1/2. Moliwood varð fyrsta liðstvenndin í sögu Rydersins til þess að vinna alla 4 leiki sína.  Tommy er líka aðeins 6. kylfingurinn í sögu Opna bandaríska risamótsins til þess að ná skorinu 63, en hann varð samt að láta sér lynda 2. sætið í því móti 2018. Alls á Tommy 7 sigra á einhverri af stóru mótaröðunum þ.á.m. 4 á Evróputúrnum.  Tommy er kvæntur Clare, umboðsmanni sínum og saman eiga þau einn son.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mary Mills 19. janúar 1940 (79 ára); Adele Peterson, 19. janúar 1963 (56 ára); Angels Love Nails , 19. janúar 1972 (47 ára); Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (44 ára); Brian Harman, 19. janúar 1987 (32 ára ), Elías Björgvin Sigurðsson, GKG, 19. janúar 1997 (22 ára); Tommy Fleetwood, 19. janúar 1991 (28 ára) ….. og ….. Brynhildur Gunnarsdóttir

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is