Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2012 | 20:30

Horft um öxl á glæsilegt ár Ragnars Más Garðarssonar og sigurinn á Duke of York

Ragnar Már Garðarsson, GKG, er stolt íslenskra kylfinga, því í dag sigraði hann glæsilega á The Duke of York Young Champions Trophy, á golfvelli Royal Troon í Ayshire, í Skotlandi.  Hann var T-8 eftir 1. dag, T-7 eftir 2. dag og svo jafn 2 öðrum eftir 3. og lokadaginn. Það varð því að koma til æsispennandi umspils milli hans Max Orrin frá Englandi og Kötju Pogacar frá Slóveníu. Ragnar Már barðist eins og ljón í umspilinu og stóð uppi sem sigurvegari, sem tók við sigurbikarnum úr höndum HRH Hertoganum af York, Andrew prins.

Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigraði glæsilega á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka. Hann var sá eini sem var á samtals skori undir pari eftir 2 keppnisdaga Mynd: Golf 1

Ragnar Már er á góðri leið með að skapa sér stöðu sem einhver albesti kylfingur landsins.  En hver er Ragnar Már? Golf 1 tók nú fyrr á árinu eftirfarandi viðtal við þennan geðþekka kylfing, sem gaman er að rifja upp á stundu sem þessari SMELLIÐ HÉR:

Ragnar Már hefir átt frábært sumar og spilað bæði á Unglingamótaröð Arion banka og á Eimskipsmótaröðinni. Hann er í afrekshóp GSÍ völdum af landsliðsþjálfaranum Úlfari Jónssyni.

Ragnar Már spilaði á Eimskipsmótaröðinni í ár – Hér er hann að pútta á 18. flöt á Grafarholtsvelli í Símamótinu. Mynd: Golf 1

Á Unglingamótaröð Arion banka varð Ragnar Már í 3. sæti á 1. mótinu uppi á Skaga; Í 1. sæti á 2. mótinu að Hellishólum; reyndar spilaði hann erfiðan Þverárvöllinn á 2 undir pari og var sá eini af unglingunum sem var samtals undir pari; Í 3. mótinu að Korpúlfsstöðum varð Ragnar Már í 3.-6. sæti; Í 4. mótinu sem var Íslandsmótið í höggleik varð Ragnar Már Íslandsmeistari;á 5. mótinu sem var Íslandsmótið í holukeppni varð Ragnar Már í 2. sæti og á 6. og síðasta mótinu á Urriðavelli sigraði Ragnar Már, og innsiglaði stigameistaratitilinn í piltaflokki.

Ragnheiður og Ragnar Már – sigurvegarar í Niðjamóti GKG 2012. Mynd: GKG.

En Ragnar Már tók líka þátt í ýmsum opnum mótum í sumar. T.a.m. með móður sinni Ragnheiði Sigurðardóttur, GKG. Þau mæðginin sigruðu á Niðjamótinu 30. júní á Leirdalsvelli á glæsilegum 42 punktum.

Íslandsmeistarar í Sveitakeppni GSÍ 2012, sveit GKG !!!

Seinni part sumars tók Ragnar Már þátt í sveitakeppni GSÍ og varð Íslandsmeistari með sigursveit GKG.

Ragnar Már var í yngri sveit Höfuðborgarúrvalsins sem sigraði lið Landsbyggðarinnar í keppni um KPMG bikarinn.

Yngra lið höfuðborgarúrvalsins. Ragnar er annar frá vinstri í neðri röð. Mynd: gsimyndir.net

Nú á nýafstaðinni uppskeruhátíð GSÍ – lokahófinu 8. september s.l. var tilkynnt að Ragnar Már væri efnilegasti kylfingur Íslands 2012.  Hann rís svo sannarlega undir þeirri nafnbót í dag!!!

F.v.: Jón Ásgeir forseti GSÍ, Anna Sólveig Snorradóttir, GK, Ragnar Már Garðarsson, GKG og Gylfi, forstjóri Eimskips