Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2012 | 09:30

ALPG: Laura Davies með ástralskan íþróttaráðherra í „lobb“ golfkennslustund

Breska golfgoðsögnin í kvennagolfinu, Laura Davies, er nú stödd í Ástralíu til þess að taka þátt í nokkrum mótum á ALPG (ens.: Australian Ladies Professional Golf).

Laura Davies kennir ráðherra íþróttamála í NSW, Graham Annesley, réttu tökin.

Í dag var spilaður 1. hringur á Bing Lee / Samsung Women´s NSW Open, í Oatlands Golf Club.  Þar áður var Pro-Am mót en í því tók m.a. þátt Graham Annesley, íþróttaráðherra New South Wales.  Hann fékk nokkur góð ráð í einkatíma hjá Lauru  hvernig ætti að „lobba.“

Sjá má hluta af einkatímanum á myndskeiði, með því að smella hér:

ÍÞRÓTTARÁÐHERRA NSW Í EINKATÍMA HJÁ LAURU DAVIES