Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 14:15

ALPG & LET: Boo Mee Lee í 1. sæti á RACV Australian Ladies Masters

Í dag hófst í Queensland í Ástralíu, nánar tiltekið á RACV Royal Pines Resort, Gold Coast RACV Australian Ladies Masters. Eftir 1. dag eru 3 stúlkur frá Suður-Kóreu í efstu sætunum.

Í 1. sæti er Boo-Mee Lee. Hún var á -7 undir pari, spilaði á 65 glæsihöggum.

Öðru sætinu deila löndur hennar So Yeon Ryu og Hee Kyung Seo og hollenska stúlkan Christel Boeljon á -6 undir pari hver, þ.e. á 66 höggum og aðeins 1 höggi á eftir Boo-Mee.

Loks eru 4 stúlkur í 5. sætir á -5 undir pari, hver, þ.e. 67 höggum, þ.á.m. bandaríska stúlkan Lexi Thompson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á RACV smellið HÉR: