ALPG & LPGA: Sarah Kemp og Stacy Lewis leiða á Women´s Australian Open
Það er heimakonan Sarah Kemp (sjá kynningu á Söruh hér á Golf1 í dag) og bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem leiða eftir 1. dag á Women´s Australian Open, sem hófst í dag. Báðar spiluðu á -4 undir pari, 69 höggum. Sarah sýndi mikinn stöðugleika, spilaði skollafrítt og fékk 4 fugla en meiri sviptingar voru í leik Stacy, sem fékk 2 skolla og 6 fugla.
Þriðja sætinu deila nr. 1 í heiminum Yani Tseng, frá Taíwan, bandaríska stúlkan Britany Lincicome og Julieta Granada frá Paraguay, en þær þrjár eru aðeins 1 höggi á eftir forystukonum dagsins, á -3 undir pari, 70 höggum hver.
Fimm stúlkur deila 6 sætinu á -2 undir pari, 71 höggi, þ.á.m. þýska W-7 módelið Sandra Gal.
Aðrar sem gaman er að fylgjast með er nýliði og kylfingur ársins á LET 2011, Caroline Hedwall, hún spilaði á parinu. Stelpan, 14 ára, Lydía Ko er með á mótinu og spilaði á +1 yfir pari, 74 höggum, alveg eins og átrúnaðargoð hennar Lexi Thompson, Þetta er aldeilis flott hjá Lydíu á móti öllum toppkanónum kvennagolfsins.
Nokkra athygli vekur hversu illa norska frænka okkar Suzann Pettersen, líka kölluð Tutta, fer af stað. Hún er í einu af neðstu sætum mótsins, eftir hring upp á +7 yfir pari, 80 höggum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Women´s Australian Open, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024