Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 08:00

ALPG: Lydia Ko dregur sig veik úr Riversdale Cup eftir að hafa verið í forystu eftir 1. dag

Besti kvenáhugakylfingur heims, hin 14 ára, ný-sjálenska Lydia Ko dró sig úr Riversdale Cup mótinu eftir að hafa verið í forystu eftir 1. hring í Melbourne.

Lydia var á -3 undir pari, 70 höggum eftir 1. hring á Riversdale Cup og átti 2 högg á löndu sína Emily Perry og hina áströlsku Lauren Hibbert (báðar á 72).

Þegar hún vaknaði í morgun var Lydiu hins vegar óglatt og hana svimaði.  Hún dró sig því úr mótinu og mun læknir meta hvort hún geti haldið dagskrá sinni, en til stóð að hún myndi spila á móti í Kína í næstu viku.

Lydia sem er frá North Harbour var greinilega þreytt eftir að ljúka leik T-17 á ISPS Handa NZ Women’s Open í Christchurch, Nýja-Sjálandi s.l. helgi.

Í fyrra sigraði landa hennar, Cecilia Cho frá Nýja-Sjálandi Riversdale Cup og Lydia varð í 2. sæti.

Á hringnum í gær fékk Lydia 2 skolla og 5 fugla og hafði yfirburði yfir aðra áhugamenn á Riversdale Cup.

Heimild: iseekgolf.com