Andy Zhang 14 ára strákur tekur þátt í US Open í stað Paul Casey
Vikan var varla byrjuð og þegar eru þúsundir frétta og sagna sem hægt er að skrifa um US Open sem hefst nú á fimmtudaginn.
Þar er t.a.m. spennandi „endurkoma“ Tiger eftir glæstan sigur hans á Memorial; nýlegir sigrar Lee Westwood og Dustin Johnson. Tekst Lee nú loks að sigra á 1. risamótinu sínu, fyrst púttin eru öll að lagast hjá honum?
Hnignun og smáris Rory McIlroy í Memphis; Casey Martin sem spilar í Olympic Club 40 ára o.fl. o.fl.
En þetta er bara rétt byrjunin. Það er týpískt fyrir Opna bandaríska (ens.: US Open) að fram komi bragðmiklar fréttir rétt fyrir mótsbyrjun. Þessi er bara nokkuð sæt: 14 ára strákur tekur nú þátt í US Open.
Andy Zhang, sem er kínverskur í aðra röndina og er ekki orðinn nógu gamall til að keyra bíl, tekur þátt í einu af 4 risamótum í golfinu. Hann er sá yngsti í sögu US Open til að tía upp í mótinu eftir seinni heimstyrjöldina.
Zhang rétt missti af tryggu sæti í lokaúrtökumóti fyrir US Open eftir umspil, þar sem hann beið lægri hlut, fyrir skemmstu.
Andy Zhang komst inn í mótið eftir að Englendingurinn Paul Casey dró sig úr mótinu vegna ótilgreindra veikinda, sem þó má líklega rekja til snjóbrettaslyss Casey um jólin.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024