Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2019 | 20:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir ágúst 2018

Dagana 1.-4. ágúst fór fram Opna breska kvenrisamótið (AIG Women´s British Open). Sigurvegari varð enski kylfingurinn Georgia Hall.

Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari í Bridgestone Open heimsmótinu í golfi, sem fram fór í Akron Ohio, dagana 2.-5. ágúst 2018.

Þann 2.-5. ágúst 2018 fór fram PGA Tour mótið Barracuda Championship í Montreux G&CC í Reno, Nevada. Sigurvegari varð Andrew Putnam.

Dagana 8.-11. ágúst 2018 fór fram LPGA mótið, Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open, í North Berwick í Skotlandi. Sigurvegari varð Ariya Jutanugarn frá Thaílandi.

Brooks Koepka sigurvegari PGA Championship 2018

 

Brooks Koepka sigraði í 4. og síðasta risamóti ársins PGA Championship, sem fram fór í Bellerive CC, St. Louis, Missouri. Mótið fór fram 9.-12. ágúst 2018. Það sem vakti allt eins mikla athygli var að Tiger Woods varð í 2. sæti.

Kristin Gillman sigraði í 2. sinn á US Women´s Amateur 12. ágúst 2018.

Þann 16. ágúst 2018 var frétt um kylfinginn Ali Gibb, 51 árs kylfing frá Surrey í Englandi, en hún náði því einstæða afreki að fá 3 ása á 36 holu móti, fyrr þá viku.

Þann 16. ágúst 2018 lést „Soul-drottningin” Aretha Franklin en hún var mikill aðdáandi Tiger Woods og spilaði sjálf golf.

Þann 16.-19. ágúst fór venju skv. fram Wyndham Championship á PGA Tour og var það eftir sem áður haldið í Sedgefield CC, í Greensboro, Norður-Karólínu. Sigurvegari varð Brandt Snedeker.

Í sama móti fékk Johnson Wagner glæsilegan örn. Hann ÞURFTI að fá fugl á síðustu holu Wyndham Championship, 17. ágúst 2018 til þess að komast í gegnum niðurskurð og til þess að halda í von um að komast í FedExCup umspilið. Hann gerði gott betur – Frábært aðhögg hans …. fór beint ofan í holu – ÖRN!!! Við höggið góða notaði Wagner 9-járn og fjarlægðin frá holu var 140 metra.

Þann 18. ágúst 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að Martin Kaymer segðist ekki verðskulda að vera í Ryder liði Evrópu 2018, enda var hann ekkert í liðinu.

Laugardaginn 18. ágúst 2018 var lögeregla var kölluð á vettvang í Southers Marsh golfklúbbinn í Plymouth um kl 6:30 s.l. laugardag vegna slagsmála tveggja kylfinga, sagði yfirlögreglustjóri  Plymouth lögreglunnar, Michael Botieri skv. Boston25 News. Þegar komið var á staðinn fundu þeir annan kylfinginn sem var með „bitsár á annarri hendi.“ Það var 47 ára maður, sem engin nánari deili voru gefin á, sem var handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás. Slökkviliðið kom á staðinn og komst að því að þumarputti brotaþola hafði verið bitinn af niður að hnúa, skv. WCVB. Óljóst var hvað var orsök deilnanna.

Brooke Henderson sigraði á heimavelli á LPGA mótinu CP Women´s Open, en það fór fram í Ontario, Kanada, 22.-25. ágúst 2018.

Bryson DeChambeau sigraði á PGA Tour mótinu „The Northern Trust” sem fram fór í Ridgewood CC, Paramus, New Jersy, 23.-26. ágúst 2018.

Það var ítalski kylfingurinn Andrea Pavan sem sigraði á D+D Real Czech Masters, sem fram fór dagna 23.-26. ágúst 2018 og er hluti af Evróputúrnum. Sigurskor Pavan var 22 undir pari, 266 högg (65 69 65 67).

Þann 29. ágúst 2018 var frétt á Golf 1 um að Paulinu Gretzky hefði verið lítið skemmt við að sjá fegurðardísina Amöndu Balleonis taka viðtal við kærasta sinn og barnsföður 2 barna þeirra og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson. Náðist mynd af Gretzky þar sem hún var fúl á svip með krosslagðar hendur horfandi á Amöndu taka viðtalið við DJ.Og meðan internetið hrærði í nornarpottinum, tóku Gretzky og Balionis málið í sínar hendur og sendu frá sér „sameiginlega fréttatilkynningu.“Í henni stóð orðrétt:“Our joint statement on a recent meme: Hi Haters ,” Svo mörg voru þau orð. Reyndar voru fréttir um það allt árið 2018 að samband Gretzky og DJ stæði á brauðfótum.

Þann 29. ágúst 2018 var frétt þess efnis að Thorbjörn Olesen væri að keppa um síðasta sjálfkrafa sætið í Ryder bikarsliði Evrópu. Hann náði því!!!

Cambia Portland Classic LPGA mótið fór fram í Portland Oregon, dagana 29. ágúst – 1. september 2018. Sigurvegari varð bandaríski kylfingurinn Marina Alex.

Enski kylfingurinn Matt Wallace sigraði í Made in Denmark mótinu á Evróputúrnum, sem fram fór í Silkeborg Ry GC í Árósum, Danmörk dagana 30. ágúst – 2. september 2018.