Ásdís Valtýsdóttir, GR, fékk ás!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2018 | 20:00

Ásdís Valtýsdóttir fékk ás!

Ásdís Valtýsdóttir tók þátt í Opna FJ á Grafarholtsvellinum í dag.

Ásdís er í GR og því öllum hnútum kunn á heimavellinum.

Í mótinu vann Ásdís nándarverðlaunin á 2. holunni, þar sem hún fór glæsilega holu í höggi einmitt á þeirri holu.

Önnur brautin er 121 metri af rauðum teigum og þykir ekki auðveldasti par-þristurinn í Grafarholtinu!

Golf 1 óskar Ásdísi innilega til hamingju með ásinn!!!