Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2011 | 10:00

Asíska mótaröðin: Fowler í forystu á 3. degi Opna kóreanska – á 63 höggum í dag!

Dagana 6.-9. október fer fram í Woo Jeong Hills Country Club, í Suður-Kóreu, Kolon Korean Open (ísl.: Opna kóreanska).  Í dag lauk 3. hring mótsins.

Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler hefir tekið forystuna eftir 3. dag og fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Rickie átti glæsihring upp á 63 högg og er á samtals -13 undir pari, þ.e. samtals 200 höggum (67 70 63).

Í 2. sæti er heimamaðurinn Y.E. Yang á samtals -9 undir pari, þ.e. samtals 204 höggum (67 70 67) og Meen Whee Kim er í 3. sæti, samtals 206 höggum og -7 undir pari.

Rory McIlroy og Bronson La´Cassie deila 4. sætinu, báðir á samtals 210 höggum hvor og því -3 undir pari.

Sjá má stöðuna á Opna kóreanska eftir 3. dag með því að smella HÉR: