Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 21:00

Asíutúrinn: Jazz Janewattananond sigraði á Singpore Open

Það var thaílenski kylfingurinn Jazz Janewattananond sem sigraði á SMBC Singapore Open, sem fram fór 17.-20. janúar 2019, í Singapúr og lauk í dag.

Jazz er eflaust ekki þekktasti kylfingurinn, en hann spilar þó á Evróputúrnum og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að  SMELLA HÉR: 

Sigurskor Jazz var 18 undir pari, 266 högg (68 68 65 65).

Paul Casey var í kunnuglegu 2. sæti, 2 höggum á eftir á samtals 16 undir pari, 268 höggum (68 67 68 65).

Margt þekktra kylfinga tók þátt í mótinu m.a. Matthew Fitzpatrick frá Englandi, sem landaði 4. sætinu og Sergio Garcia, sem varð í 7. sæti og Davis Love III, sem varð T-9.

Til þess að sjá lokastöðuna á SMBC Singapore Open SMELLIÐ HÉR: