Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2024 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska

Fjórir íslenskir kylfingar eru meðal keppenda á Rosa Challenge Tour mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu.

Þetta eru þeir: Axel Bóasson, GR; Dagbjartur Sigurbrandsson; GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR.

Mótið fer fram í Rosa golfklúbbnum í, Konopiska, Póllandi, dagana 29. ágúst – 1. september 2024.

Eftir 1. dag er staðan þessi meðal íslensku keppendanna að: 

1 Haraldur Franklín er T-72; kom í hús á 1 yfir pari, 71 höggi

2 Axel er T-94; kom inn á 2 yfir pari, 72 höggum

3 Dagbjartur er T-111; kom inn á 3 yfir pari, 73 höggum

4 Guðmundur Ágúst rekur lestina er T-143, eftir að hafa spilað á 7 yfir pari, 77 höggum.

Efstur eftir 1. dag er Frakkinn, Alexander Levy, en hann lék á 7 undir pari, 63 höggum.

156 keppendur eru í mótinu og er skorið niður eftir morgundaginn.

Til þess að sjá stöðuna á Rosa Challenge Tour mótinu SMELLIÐ HÉR:

Í aðalmyndaglugga: F.v. Guðmundur Ágúst; Haraldur Franklín;  Axel og Dagbjartur. Mynd: GSÍ