Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2024 | 13:00

Áskorendamótaröðin ´24: Allir Íslendingarnir úr leik á Indoor Golf Group mótinu

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í móti á Áskorendamótaröð Evrópu, Indoor Golf group mótinu  þ.e. þeir: Aron Bergsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Sigurður Arnar Garðarsson.

Mótið fer fram á Landeryds golfsvæðinu í Svíþjóð og er leikið á Vesterby Links vellinum, dagana 22.-25. ágúst 2024.

Enginn íslensku keppendanna komst í gegnum niðurskurð og eru því úr leik, en þeir spiluðu með eftirfarandi hætti:

Haraldur Franklín 2 yfir pari, 144 högg (70 74).

Guðmundur Ágúst 5 yfir pari, 147 högg (74  73).

Sigurður Arnar Garðarsson 11 yfir pari,  153 högg (73 80).

Axel Bóasson 12 yfir pari, 154 högg (76  78).

Aron Bergsson 12 yfir pari, 154 högg (73 81).

Sjá má stöðuna á Indoor Golf group mótinu með því að SMELLA HÉR: