Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2024 | 15:02

Áskorendamótaröðin ´24: Axel, Haraldur og Guðmundur keppa í Finnlandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á meðal keppenda á Vierumäki Finnish Challenge mótinu sem fram fer á Vierumäki golfsvæðinu.

Mótið er hluti af Challenge Tour mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Mótið hefst fimmtudaginn 15. ágúst og eru leiknir fjórir 18 holu hringir á fjórum dögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag.

Til að sjá rástíma, stöðu og úrslit SMELLIÐ HÉR: 

Haraldur Franklín er að leika á sínu þrettánda móti á þessu tímabili. Guðmundur Ágúst hefur leikið á tíu mótum og Axel á níu mótum.

Guðmundur Ágúst er í 64. sæti á stigalistanum, Haraldur Franklín er í 91. sæti og Axel er í 182. sæti.

Í lok tímabilsins komast 45 efstu á lokamótið þar sem að keppt er um 20 sæti á DP World Tour, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Til að sjá stigalistann í heild sinni SMELLIÐ HÉR: 

Alls eru 29 mót á Challenge Tour á þessu tímabili og er mótið í Frakklandi það átjanda á þessu tímabili.

Í aðalmyndaglugga f.v.: Guðmundur Ágúst, Haraldur Franklín og Axel Bóasson. Mynd & texti: GSÍ.