Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2024 | 15:00

Áskorendamótaröðin ´24: Guðmundur Ágúst komst einn Íslendinganna gegnum niðurskurð

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var sá eini af íslensku kylfingunum 3 sem keppa á Vierumäki Finnish Challenge mótinu, sem komst í gegnum niðurskurð.

Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús eru úr leik.

Guðmundur Ágúst gerði nákvæmlega það sem þurfti; spilaði á 5 undir pari, en við það miðaðist niðurskurður.

Samtals lék hann á 5 undir pari, 139 höggum (68 71).

Í efsta sæti, sem stendur, er Angel Ayora frá Spáni, á samtals 12 undir pari (68 64).

Sjá má stöðuna á Vierumäki Finnish Challenge mótinu með því að SMELLA HÉR: