Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2024 | 22:00

Áskorendamótaröðin ´24: Guðmundur Ágúst lauk leik T-42 í Vierumäki

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var sá eini af 3 íslenskum kylfingum, sem komst í gegnum niðurskurð í Vierumäki Finnish Challenge, en mótið fór fram í Veirumäki í Finnlandi, dagana 15.-18. ágúst 2024.

Hinir íslensku keppendurnir voru Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR.

Guðmundur Ágúst spilaði á samtals 9 undir pari, 279 höggum (68 71 68 72).

Sigurvegari mótsins var Svíinn Christofer Blomstrand, en hann lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (66 69 68 65).

Sjá má lokastöðuna á Vierumäki Finnish Challenge með því að SMELLA HÉR: