Ástæður deilu DeChambeau og Koepka (1/2)
Margir miðlar hafa velt fyrir sér upphafi og ástæðum fyrir deilu tveggja bestu bandarísku kylfinga á PGA Tour: Brooks Koepka og Bryson DeChambeau.
Hún er nú komin á það stig að áhangendur eru farnir að skipa sér í lið eftir hvorum kylfingnum þeir fylgja og áreita síðan fjandmann sinn; s.s. sást glögglega á Fedex St. Jude Invitational, þar sem hróp og köll áhangenda Koepka að DeChambeau hafa eflaust valdið því að hann spilaði illa lokahringinn; missti af tækifæri á sigri enda T-2 fyrir lokahringinn og lauk keppni T-8.
Koepka á að hafa lofað 50 fyrstu sem hrópuðu „Brooksy“ að DeChambeau bjór frá Michelob bjórframleiðandanum, sem er einn styrktaraðila Koepka, fyrr í sumar og þó ekkert slíkt loforð hafi verið gefið fyrir St. Jude mótið héldu sumir hrópunum að DeChambeau áfram.
DeChambeau er heldur ekkert sakleysislamb – hann hefir margoft gert grín að Koepka, sem hefir farið í taugarnar á þeim síðarnefna; t.d. truflað hann í viðtali.
Eitthvað þarf að gera til þess að stöðva slíkt háttarlag – kylfingarnir varpa skugga á PGA Tour og golfíþróttina sjálfa, með svona háttsemi.
Og það er komið á allt annað stig þegar verið er að blanda áhangendum og áhorfendum í deilur, sem síðan truflar golfleikinn.
Upphaf deilunnar milli DeChambeau og Koepka er erfitt að tilgreina nákvæmlega en sumir telja hana ná 3 ár aftur í tímann þ.e. ná aftur til ársins 2019.
Í janúar það ár gagnrýndi Koepka, DeChambeau, fyrir hægan leik. Aðalástæða deilna þeirra á milli er líklegast að þeir eru í grunninn gjörólíkir kylfingar – Koepka einn af þeim sneggstu á mótaröðinni og DeChambeau einn af hægustu kylfingunum meðal atvinnumanna. Fyrir þann tíma a.m.k. hafði aldrei komist í hámæli neinn rígur milli aðila.
DeChambeau kom að orði við kaddý Koepka að hann ætti að segja eitthvað í opið geðið á honum um hægan leik frekar en að hlaupa með það í fjölmiðla – þannig að Koepka ræddi málið við DeChambeau.
Þar á eftir kom Koepka fram í fjölmiðlum og sagði m.a. eftirfarandi:
„Það er ekki bara hann (DeChambeau) … sem spilar hægt. Ég veit að honum finnst ég vera að benda á hann þegar ég tala um þetta (hægan leik),“sagði Koepka. „En það er eins og ég sagði honum, þá hef ég aðeins nefnt nafn hans einu sinni, og það er allt og sumt. Það eru svo margir náungar hérna úti (sem spila hægt) að þetta er orðið að vandamáli og augljóslega er hann líklega besti leikmaðurinn, sem spilar tiltölulega hægt núna og athyglin er á honum, hann er mikið í sjónvarpi og þá sjáum við kannski meira af þessu (hægum leik).“
Allt virtist gott og blessað eftir samtal Koepka og DeChambeau þarna snemma árs 2019, svo gott að þeir ákváðu að koma saman fram í viðtali á útvarpsstöðinni SiriusXM PGA Tour Radio í ágúst 2019.
Stjórnandi þáttarins Michael Collins sagði að það væru sögusagnir um að þeir kynnu að rífast þá eyddi DeChambeau því með húmor, sagði: „ „Við skulum vera heiðarleg, við vitum hver myndi vinna það rifrildi og það er ekki ég. Leyfðu mér að segja þér það strax – hann myndi hafa betur.“
Þá gall í Koepka: „Þú hefur rétt fyrir þér.“ Gott og blessað og enn vinarlegt!
Þessi friður milli kylfinganna entist ekki lengi því í janúar 2020 kom út ESPN Body Issue, en í blaðinu birtast myndir af íþróttastjörnum fáklæddum eða berum. Í blaðinu birtist mynd af Brooks Koepka og DeChambeau var ekki lengi að gera grín að honum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024