Ástin milli Rory og Ericu blómstrar
Erica Stroll, 29 ára, kærasta Rory McIlroy og starfsmaður PGA Tour sást í fyrsta sinn á golfmóti þar sem hún hvatti sinn mann McIlroy, 26 ára, áfram á HSBC Champions í Sheshan International golfklúbbnum í Shanghaí.
Hún var mjög casual smart í svörtum leggings, og aðsniðnum hvítum jakka og með ´Pochette’ Louis Vuitton tösku í Damier Azur canvas, sem kostar um €600 (u.þ.b. 120.000 íslenskar krónur.)
Hún var með Alex & Ani fléttur og demanta eyrnalokka. Rory dekrar greinilega við kærustuna.
Erica þykir mjög lík fyrrum kærustu Rory, Caroline Wozniacki.
En Rory hefir lært af reynslunni og hefir ekki haft hátt um samband sitt við Ericu og reynir að halda rómansinum utan kastljóss fjölmiðla og hingað til hefir það bara gengið bærilega.
Hann og nýja daman í lífi hans, sem er frá Flórída, hafa nú verið saman í um ár og eitt af því fáa sem Rory hefir sagt um sambandið er að hann sé „mjög hamingjusamur.“
„Hún er frá Bandaríkjunum og það er þess vegna sem ég ver tíma á Spring Beach. Hún spilar ekki golf, en hún starfar við það.“ sagði Rory. „Ég er mjög hamingjusamur í einkalífi mínu.“
Hann bætti við: „Ef allt utan golfvallarins er gott þá gengur líka betur á honum.“
Hann og Erica vörðu s.l. áramótum í Mayo á síðasta ári og voru síðan í Dublin. Erica hefir sést í Co Down og Belfast og hún ver tíma með innsta hring fjölskyldu hans og vina.
Vinir segja um sambandið að Erica haldi Rory á jörðinni og á góðum stað. Einn vinanna sagði í viðtali við Sunday Independant: „Hann er virkilega hamingjusamur með henni og síðasta sinn sem við töluðum saman virtist allt ganga vel. Hún er jarðbundin og vinum hans er vel við hana – og þetta er smáatriði en virkilega mikilvægt – hún er low-key.“
„Hún er ekki mikið á félagsmiðlunum, heldur sig út af fyrir sig og er mjög mikið fyrir að halda einkalífinu, einka. En segjum bara að það verði ekki endurtekning á því sem liðið er.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024