Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 10:00

Golfhringur Baldvins hafinn fyrir áheitasöfnun til styrktar Minningarsjóðs Sigrúnar Mjallar

Í gær hóf Baldvin Vigfússon ferð sína í kringum landið, þar sem hann ætlar að spila 21 golfhring.

Fyrsti völlurinn sem hann lék á var Víkurvöllur en sá síðasti sem hann mun spila á er Hvammsvíkurvöllur.

Ferðin stendur dagana 28. júlí – 9. ágúst n.k.

Þetta gera 198 holur, 50232 metra ferð og 3000 km akstur.

Baldvin er að safna áheitum fyrir Minningarsjóð frænku sinnar Sigrúnar Mjallar, sem lést af völdum of stórs lyfjaskammtar.

Sjóðnum er ætlað að styðja við bakið á skapandi verkefnum ungmenna sem eru í meðferð á meðferðarheimilum unglinga á hverjum tíma – verkefnum sem unglingarnir sjálfir fá hugmynd að, útfæra og sækja um framlag.

Fylgjast má með Baldvin á Facebook undir 21 hringur

Áheitum verður safnað á reikning: 549-14-401-550

Kt.: 270783-4149