Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björns- dóttir spilaði á 79 höggum á 1. degi JMU Eagle Landing Invite

Í dag hófst í Eagle Landing Golf Club í Orange Park, Flórída JMU Eagle Landing Invite mótið. Þátttakendur eru 101 frá 18 háskólum, þ.á.m. Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG.

Berglind spilaði 1. hring á +7 yfir pari, 79 höggum. Berglind fékk 6 skolla, 1 skramba og 1 fugl á hringnum.  Enn eiga nokkrar eftir að ljúka leik og því ekki hægt að segja með nákvæmni til um sætið sem Berglind verður í eftir 1. dag, en sem stendur deilir hún 66. sæti með 11 öðrum.  Sem stendur deilir UNCG háskólalið Berglindar 9. sætinu með 2 öðrum háskólum, en sem segir getur sætisröðun enn breyst nokkuð því sem líður á kvöldið.

Golf 1 óskar Berglindi góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á JMU Eagle Landing Invite smellið HÉR: