Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2012 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi varð í 28. sæti í Conference Carolina´s Championship

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, lauk leik á Conference Carolina´s Championship. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum.

Alls spilaði Arnór á 84 höggum á 3. og síðasta hring en var fyrri daginn búnn að spila á samtals 149 höggum (72 77) eða samtals 233 höggum. Arnór Ingi var  á 2. besta skori liðs síns eftir fyrri daginn en var á 3. besta skorinu eftir 3. hring og hafnaði T-28 í mótinu.

Lið Belmont Abbey lauk keppni  í 6. sæti á mótinu.

Til þess að sjá úrslitin á Conference Carolinas Championship smellið HÉR: