Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2012 | 08:55

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór varð í 15. sæti á Southland Conference Championship

Í gær lauk Southland Conference Championship í McKinney, Texas. Lið Nicholls State University  með þeim Kristjáni Þór Einarssyni, GK; Andra Þór Björnssyni, GR og Pétri Frey Péturssyni, GR var eitt  af 10 háskólaliðum sem þátt tók í mótinu, en í því spiluðu 50 kylfingar háskólanna jafnframt í einstaklingskeppni.

Kristján Þór Einarsson, GK, spilaði á samtals -11 yfir pari, samtals 227 höggum (77 74 76) og hafnaði í 15. sæti.  Hann spilaði best allra í Nicholls State.

Andri Þór Björnsson bætti sig um 3 högg frá 2. degi en hann spilaði lokahringinn á 76 höggum líkt og Kristján Þór. Hann spilaði á samtals +16 yfir pari, 232 höggum (77 79 76) og hafnaði í 24. sæti.

Þriðji Íslendingurinn í liði Nicholls State,  Pétur Freyr Pétursson, GR, var að spila veikur og hafnaði í neðsta sæti.

Lið Nicholls State hafnaði í næstneðsta sæti af háskólaliðunum.

Til þess að sjá útslitin á Southland Coference Championship, smellið HÉR: