Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2011 | 09:00

Bandaríkjamennirnir Kuchar og Woodland sigruðu á Omega Mission Hills World Cup

Það var bandaríska liðstvenndin Matt Kuchar og Gary Woodland sem bar sigurorð á Omega Mission Hills Heimsbikarsmótinu í Hainan í Kína í nótt.

Sigurhringur þeirra Kuchar, sem var hluti sigurliðs Bandaríkjanna í Forsetabikarnum í síðustu viku og Woodland var upp á -5 undir pari, 67 högg. en þeir fengu 6 fugla og 1 skolla. Samtals voru þeir á -24 í mótinu, þ.e. samtals 264 höggum (64 70 63 67).

Woodland og Kucher fagna.

„Við smullum saman. Það er æðislegt að sigra fyrir Bandaríkin,“ sagði hinn högglangi Gary Woodland. Kuch bætti við:„Það eru án efa höggin á 12. og 13. braut sem voru lykillinn (að sigrinum). Þetta var frábært andartak að fá par þegar maður býst við skolla.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkin taka Heimsbikarinn frá því að Tiger Woods og David Duval sigruðu árið 2000.

Besta hringinn í nótt áttu Englendingarnir Justin Rose og Ian Poulter, þ.e. hring upp á 63 högg. England deilir 2. sætinu með liðstvennd Þýskalands, þeim Alex Cejka og Martin Kaymer, 2 höggum á eftir Kuch og Woodland.

Greame McDowell og Rory McIlroy leiddu fyrir lokadaginn en vonbrigðahringur upp á 72 högg sá til þess að þeir hröpuðu niður skortöfluna í 4. sæti, sem þeir deila ásamt liðum Skotlands, Hollands og Ástralíu – en síðastnefnda liðstvenndin með Brendan Jones og Richard Green innanborðs leiddi fyrstu 2 daga mótsins.

Til þess að sjá úrslitin í Omega Mission Hill Heimsbikarsmótinu smellið HÉR: