Íris Katla Guðmundsdóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2012 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla á fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum – var á næstbesta skori liðs síns The Royals

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, lék í fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum: með the Royals, liði Queens University of Charlotte.  Mótið sem lið Írisar Kötlu, the Royals, tekur þátt í er Anderson University Invitational og fer fram í Suður-Karólínu, dagana 10.-11. september. Seinni hringurinn verður spilaður í kvöld.

Á fyrri hringnum var Íris Katla á næstbesta skori liðs síns, 80 höggum.

The Royals léku skv. facebooksíðu Queens á samtals 321 höggum og eru í 2. sæti. Liðsmenn the Royals spiluðu svo: Glaze 76, Íris Katla 80, Fraser 82, Penzer 83, Belanger 83.  Fjögur bestu skorin töldu og því taldi skor Írisar Kötlu í fyrsta leik fyrir lið hennar. Glæsilegt!!!

Golf 1 óskar Írisi Kötlu góðs gengis!!!

Til þess að sjá frétt á heimasíðu Queens háskóla Írisar Kötlu um mótið  SMELLIÐ HÉR: